Bláa lónið: Framkvæmdir ganga vel
Framkvæmdir í Bláa lóninu ganga vel en áætlað er að öllum breytingum verði lokið 1. júní 2007. Baðálman hefur tekið talsverðum breytingum en búið er að steypa gólfplötu milli hæða. Óhætt er að segja að þessi hluti húsnæðisins muni taka stakkaskiptum en með breytingunum er lögð áhersla á að skapa gestum þægilegt og rúmgott umhverfi. Auk almennrar búnings- og baðaðstöðu verða fallega hannaðir einkaklefar í boði.
Vinna við breytingar á innilaugarsvæði ganga einnig vel en þar er allri steypu- og múrvinnu lokið. Meðal framkvæmda sem þar eru á döfinni á næstunni er milliloft sem mun marka nýtt svæði þar sem gestir geta slakað á og endurnýjað kraftana.
Fyrstu vikurnar eftir að framkvæmdir hófust varð vart við töluverðar truflanir þar sem vinnuvélar biluðu m.a. að nóttu til öllum að óvörum. Ljóst var að framkvæmdirnar trufluðu álfabyggð svæðisins. Kveikt var á 12 friðarkertum til að sýna íbúum svæðisins sem okkur eru huldir virðingu og vinarvott. Litlar sem engar truflanir hafa orðið á framkvæmdum síðan.
Úr fréttariti Bláa Lónsins
Vinna við breytingar á innilaugarsvæði ganga einnig vel en þar er allri steypu- og múrvinnu lokið. Meðal framkvæmda sem þar eru á döfinni á næstunni er milliloft sem mun marka nýtt svæði þar sem gestir geta slakað á og endurnýjað kraftana.
Fyrstu vikurnar eftir að framkvæmdir hófust varð vart við töluverðar truflanir þar sem vinnuvélar biluðu m.a. að nóttu til öllum að óvörum. Ljóst var að framkvæmdirnar trufluðu álfabyggð svæðisins. Kveikt var á 12 friðarkertum til að sýna íbúum svæðisins sem okkur eru huldir virðingu og vinarvott. Litlar sem engar truflanir hafa orðið á framkvæmdum síðan.
Úr fréttariti Bláa Lónsins