Bláa lónið á engan sinn líka í veröldinni!
Bláa lónið er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja tilbreytingu frá amstri hversdagsins og endurnæra líkama og sál í einstakri heilsulind.Að Bláa lóninu er aðeins um 40 mínútna akstur frá höfuðborgarsvæðinu og 15 mínútna akstur frá Reykjanesbæ og Keflavíkurflugvelli. Daglegar rútuferðir eru frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík allan ársins hring. Bláa lónið er opið alla daga ársins og yfir sumarmánuðina er opið frá kl 09:00 til kl 22:00.Samspil óbeislaðrar náttúru og glæsilegra mannvirkja baðstaðarins við Bláa lónið á engan sinn líka í veröldinni. Manngerð hrauntröð leiðir gesti um úfið hraunið að baðstað sem sést ekki fyrr en komið er nánast alveg að honum. Byggingar falla einstaklega vel að umhverfinu og háir hraunveggir sem umlykja svæðið veita gott skjól á öllum árstímum.Lónið er rúmgott og rúmar jafnt ærsl sem fullkomna slökun. Inni er laug með jarðsjó, en einnig geta gestir slakað á í vatnsgufuhelli og jarðhitagufubaði. Ráðstefnuaðstaða - Til að skapa, semja og læraBláa lónið er róandi staður fyrir átakafundi, skapandi staður fyrir vinnufundi og tilvalinn fyrir þá sem vilja sýna sínar bestu hliðar í óhefðbundnu umhverfi.Í nýju og glæsilegu húsnæði er að finna fullkomna ráðstefnu og fundaaðstöðu fyrir allt að 100 manns. Salurinn er á annarri hæð byggingarinnar með fallegu útsýni yfir Blátt lónið. Hann er búinn sérhönnuðum ráðstefnuhúsgögnum og öllum þeim þægindum sem nútíminn krefst.Fyrir tímamót - VeitingarVeitingastaðurinn við Bláa lónið býður ljúffengar veitingar í stórbrotnu umhverfi. Gestir geta valið úr glæsilegum sérréttamatseðli auk rétta dagsins og hádegisverðamatseðils.Tímamót í lífi þínu verða ógleymanleg í stórkostlegu umhverfi Bláa lónsins. Óvenjulegt umhverfi og fagmennska í matreiðslu og þjónustu mynda umgjörð sem allir geta verið stoltir af.Hópar sem heimsækja Bláa lónið hvort sem er til að vinna eða slaka á, eiga kost á spennandi hópamatseðli bæði í hádeginu og á kvödin. Fyrir þá sem hafa minni tíma má finna léttar veitingar í bistrói baðstaðarins.VerslunBlue Lagoon húðverndarvörurnar eru fáanlegar í verslun baðstaðarins, en vörurnar eru byggðar á einstökum virkum hráefnum frá heilsulindinni Bláa lóninu. Auk vörulínunnar má finna mikið úrval að sérstæðum gjafavörum í versluninni. Sjá einnig: bluelagoon.is