Bjuggu til turn og húsbíl úr kubbum
Grunnur lagður að stærðfræðinámi leikskólabarna í Tjarnarseli.
Í leikskóla er grunnurinn að stærðfræðinámi barna lagður. Börnin læra hugtök á borð við minni og stærri en, einfaldur og tvöfaldur kubbur o.s.frv. Þau læra grunnugtök rúmfræðinnar og kynnast hugtökum úr flatarmáli og fjölda svo eitthvað sé nefnt.
Í leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ létu duglegir nemendur aldeilis reyna á burðarþol, jafnvægi og síðast en ekki síst samvinnu í verkefnum sínum á dögunum. Þau notuðu til þess trékubba og útbjuggu m.a. „húsbíl“ og turn. Myndirnar eru af Facebook síðu Tjarnarsels.
Alsæl á rúntinum í „húsbílnum“.
Samvinna er mikilvæg.