Bjuggu til skóg við Tjarnarsel
Notuðu greinar sem kennari kom með að heiman.
Hjá leikskólanum Tjarnarsel í Reykjanesbæ er síbreytilegur garður. Börnin þróa sjálf hvernig þau vilja hafa hann og hugmyndaflugið fær sannarlega að njóta sín. Einn kennaranna var nýverið að taka til í garðinum sínum saga niður tré og kom með hríslurnar í leikskólann til að börnin gætu leikið með þær. Hríslunum var skellt á útisvæðið, búinn var til skógur og um leið og börnin fóru út kviknuðu ævintýrin.
Myndirnar eru fengnar af Facebook síðu Tjarnarsels.
Börnin búa til skóginn.
Viðeigandi að byggja kastala þegar kominn er þessi fíni skógur.