Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Bjuggu til piparkökuflugstöð
  • Bjuggu til piparkökuflugstöð
    Viðskiptadeild Isavia á heiðurinn að piparkökuflugstöðinni.
Fimmtudagur 17. desember 2015 kl. 11:05

Bjuggu til piparkökuflugstöð

- Jólaskreytingakeppni hjá Isavia

Starfsmenn á skrifstofu Isavia héldu á dögunum keppni um það hvaða deild gæti búið til bestu jólaskreytinguna. Starfsmenn hverrar deildar sköpuðu í sameiningu sína skreytingu og var skipuð sérstök dómnefnd sem skar úr um þá bestu. Mannauðssviðið bar sigur úr býtum en skreyting þeirra var jata með heyi, Jesú barni, vitringum og öðru tilheyrandi. Viðskiptadeildin hafnaði í öðru sæti og réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og endurgerði flugstöðina og allt hennar nánasta umhverfi í formi piparkökuflugstöðvar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Þotuhreiðrið á sínum stað við flugstöðina.

Starfsfólk mannauðssviðs bjó til jötu og brá sér í hlutverk Jesúbarnsins, vitringa, Maríu og Jósefs.