Bjössi Thor – Aleinn á Paddy’s í kvöld
Gítarsnillingurinn Björn Thoroddsen sýnir á sér nýjar hliðar á tónleikunum á Paddhy’s í kvöld, fimmtudagskvöldið 7. Febrúar kl. 22.00.
Á tónleikunum kemur Bjössi fram aleinn og óstuddur og spilar flest annað en djass. Á efnisskránni má finna rokk, country, blús, popp og jafnvel þungarokk, enda ræður Bjössi við alla tónlistarstíla. Á tónleikunum heyrast lög eftir Deep Purple, AC/DC, Police, Who, Bítlana og fleiri.