Björk Jónsdóttir hlaut stóra vinninginn
Ferðalangar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar áttu möguleika á því að vinna glæsilegan ferðavinning ásamt gjaldeyri í ferðina. Ef verslað var fyrir 5.000 kr. í flugstöðinni fékkst einn þátttökumiði, tveir ef verslað var fyrir 7.000 kr., þrír fyrir 10.000 kr., o. svo frv. Vinningshafar voru dregnir út í hverjum mánuði og hlutu gistingu fyrir tvo frá ferðaskrifstofunni VITA ásamt 100.000 kr. gjaldeyri frá markaðsráði flugstöðvarinnar.
Stóri vinningurinn í sumarlok – sólarlandaferð fyrir fjóra ásamt 200.000 kr. gjaldeyri, alls að upphæð 700.000 krónur – var dreginn út í gær og kom í hlut Bjarkar Jónsdóttur.
Alls tóku 30.000 farþegar þátt í sumarleiknum en spennandi ferðavinningar verða áfram í boði í flugstöðinni og verða þeir kynntir á næstunni á vef Keflavíkurflugvallar: http://www.kefairport.is/
Á myndinni eru frá vinstri:
Björn Guðmundsson markaðsstjóri VITA
Arnar Freyr Reynisson markaðsstjóri Keflavíkurflugvallar
Björk Jónsdóttir vinningshafi í sumarleik FLE og VITA