Björgvin sýnir í Karma
Myndlistarmaðurinn Björgvin Guðnason mun sýna verk sín á veitingarstaðnum Karma næsta mánuðinn eða svo. Björgvin sem er menntaður grafískur hönnuður hefur haldið þrjár einkasýningar áður og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hann hefur m.a. sýnt í New York og Kaupmannahöfn. Á sýningunni sem opnar klukkan 17:00 í dag mun Björgvin sýna 15 málverk sem máluð eru með akrýl.
Mynd/EJS: Björgvin við eitt nýju verka sinna