Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Björgunarsveitin Þorbjörn sendir frá sér viðvörun
Mánudagur 16. mars 2015 kl. 21:57

Björgunarsveitin Þorbjörn sendir frá sér viðvörun

Spáð er logni eða hægum vindi næstu daga.

„Björgunarsveitin Þorbjörn varar við logni sem gæti mögulega gengið yfir landið á næstu dögum með tilheyrandi sólarglennu og blíðviðri. Hætt er við því að fólk hreinlega detti á hliðina þar sem allir eru orðnir vanir því að halla sér upp í vindinn og þá má búast við því að hitastig hækki örlítið þannig að kuldagallinn gæti sloppið í þvottavélina áður en næsta lægð kemur,“ segir í tilkynningu á Facebook síðu sveitarinnar. 

Er fólk jafnframt beðið um að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024