Björgunarsveitin sýndi tæki og tól
Liðsmenn Björgunarsveitarinnar Suðurnesja komu sér fyrir í skrúðgarðinum í Keflavík í fyrradag og kynntu starfsemi sína og búnað. Þar var margt fróðlegt að sjá, m.a. sporhundana Pippi og Aqua sem kunnu vel við sig á meðal gestanna.
Þessi uppákoma var hluti af kynningarátaki í tengslum við 10 ára afmæli sveitarinnar, en af því tilefni afhentu Lionessur henni í dag 50.000 kr. að gjöf.

Starfsemi sveitarinnar er blómleg í meira lagi þar sem hún telur um 200 meðlimi, þar af um er um 50 virkir í starfinu. Þá var kvennasveitin Dagbjörg sett á laggirnar í vor.
Mynd: Lionessur veita Björgunarsveitinni 50.000 kr. afmælisgjöf.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				