Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Björgin gefur úr kynningarbækling
Föstudagur 5. maí 2006 kl. 19:06

Björgin gefur úr kynningarbækling

Björgin, athvarf fyrir fólk með geðröskun, sem staðsett er í Njarðvík fékk góða gesti í dag þar sem geðhjúkrunarteymi frá Reykjalundi kom við til að skoða aðstöðuna.

Auk þess var þar formleg afhending á nýútkomnum kynningarbæklingi um starfið í Björginni, en Rótarýklúbbur Keflavíkur styrkti útgáfu bæklingsins. Rótarýklúbburinn hefur auk þess stutt vel við starfið undanfarið og styrkti m.a. kaup á ýmsum innanstokksmunum líkt og veglegu hljómborði og fleiru.

Gjafirnar voru af því tilefni að Rótarýhreyfingin á Íslandi fagnaði 100 ára afmæli sínu á síðasta ári.

Starfið á Björginni hefur verið í örum vexti undanfarið en það var opnað í febrúar 2005. Markmið Bjargarinnar eru að rjúfa félagslega einangrun þeirra sem kljást við geðraskanir, efla sjálfstæði þess sem og að auka þekkingu almennings á málefnum geðsjúkra auk annars.

Allir eru velkomnir í Björgina, en hún er opin alla virka daga frá 10 til 16, en frekari upplýsingar má sjá á heimasíðu Bjargarinnar, www.reykjanesbaer.is/bjorgin.

Á efri myndinni eru Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar, ásamt Konráði Lúðvíkssyni frá Rótarýklúbbnum, Hjördísi Árnadóttur félagsmálastjóra Reykjanesbæjar og fulltrúum gestanna frá Reykjalundi.

Hér má sjá bæklinginn: Síða 1 og Síða 2

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024