Bjóða öllum bæjarbúum til veislu
Kvenfélagið Fjóla í Vogum 90 ára.
Kvenfélagið Fjóla í Vogum fagnar 90 ára afmæli 5. júlí næstkomandi og af því tilefni ætla félagskonur að bjóða öllum íbúum Sveitarfélagsins Voga til veislu í Tjarnarsal á morgun, 17. júní, milli kl. 14 og 17.
Hátíðin hefst með göngu frá íþróttahúsinu kl. 13:30 og endar Tjarnarsal. Þar verður boðið upp á kaffi og kökur, hoppukastala, þrautabraut og vatnabolta. Einnig verða keppnir og leikir fyrir krakka og allir þátttakendur fá verðlaun. Þá mun kvenfélagið einnig bjóða upp á kandífloss, krapa og popp, blöðrur og sælgæti.