Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bjóða í brennó í kreppunni
Þriðjudagur 7. október 2008 kl. 16:50

Bjóða í brennó í kreppunni

Í tilefni að heilsuviku Reykjanesbæjar þá ætla Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Fríhöfnin ehf. að halda firmakeppni í brennó. Ókeypis þátttaka allir velkomnir. Skráningu líkur Fimmtudaginn 9.okt. kl.12:00 en skráning fer fram á http://www.airport.is/brenno/
 
 
Meðfylgjandi er auglýsing um keppnina og keppnisfyrirkomulag:
 

Okkur er sönn ánægja að bjóða ykkur á brenniboltamót sem haldið verður laugardaginn 11. október 2008 í íþróttavöllum (Keilir) upp á vallarheiði. Mæting er á mótið kl. 9:45 og því lýkur kl. 14:00.
Brennibolti er skemmtilegur leikur þar sem allir í fyrirstækinu geta tekið þátt óháð aldri og getu. Aðeins þarf að rifja upp gamla takta.
Hvetjum fyrirtækin til að taka þátt og um leið efla starfsmannaandann, mynda góða stemningu og fá skemmtilega hreyfingu.
Verðlaun??Verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti, flottasta- búninginn og atriðið.
Leikreglur??Í hverju liði eru 7 leikmenn og þar af einn útikóngur. Útikóngur á tvö líf. Liðin raða  sér á völlinn. Hvort lið fyrir sig reynir að skjóta á andstæðinginn með brennibolta,  þegar það tekst fer viðkomandi yfir til síns kóngs og hjálpar honum.??Ef boltinn er gripinn á sá liðsmaður sem kastaði honum að fara til síns útikóngs.??Þegar aðeins einn maður er eftir á öðrum hvorum vallarhelmingi fer útikóngur þess liðs út og á þá eins og áður segir tvö líf.??Það má aldrei teygja sig yfir á vallarhelming andstæðingsins til að ná boltanum.??Athugið! Allir mega elta boltann ef hann fer út fyrir hliðarlínu, en ef hann fer aftur fyrir, á liðið sem þar er boltann.??Þegar enginn er eftir á vallarhelmingi annars liðsins er það búið að tapa leiknum eða þegar leiktími rennur út, vinnur það lið sem á flesta inná vallarhelmingnum sínum.??Spilað verður í riðlum. Hver leikur er spilaður í hámark 10 mínútur.
 
Skráning: http://www.airport.is/brenno/
 
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024