Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bjóða gestum Bryggjuballsins upp á saltfisksúpu
Miðvikudagur 30. maí 2012 kl. 17:33

Bjóða gestum Bryggjuballsins upp á saltfisksúpu



Northern Light Inn hótelið í Grindavík ætlar bjóða öllum gestum á Bryggjuballinu á Sjóaranum síkáta í Grindavík upp á heita súpu á föstudagskvöldinu upp úr kl. 23:00. Að sögn Jóhanns Hallgrímssonar veitingastjóra verður 300 lítra pottur notaður til verksins. Að sjálfsögðu verður boðið upp á Saltfisksúpu.

„Hermann Waldorf gefur fiskinn og ég sé um að elda. Þetta verður dúndur góð súpa sem á eftir að fara vel ofan í mannskapinn,“ segir Jóhann. Hann hefur gengið með þessa hugmynd lengi í maganum en ákvað núna að láta slag standa með góðra manna hjálp, ekki síst starfsfólksins á Northern Light Inn.

Sjá nánar á www.sjoarinnsikati.is

Mynd úr safni vf.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024