Bjóða á námskeið í sjálfstyrkingu
- fyrir konur af erlendum uppruna.
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland) bjóða konum af erlendum uppruna á Suðurnesjum á ókeypis dags-sjálfstyrkingarnámskeið. Námskeiðið verður haldin þann 29. nóvember frá kl. 10 til 16 í húsnæði Rauða Krossins við Smiðjuvelli 18 í Reykjanessbæ.
Boðið verður upp á hópa- og einstaklingsverkefni ásamt fræðslu, námsefni á ýmsum tungumálum, skemmtilegan félagsskap, morgunhressingu og hádegismat. Á námskeiðinu verður fjallað meðal annars um stöðu og aðlögun innflytjenda í nýju samfélagi og unnin verkefni með það að markmiði að styrkja þátttakendur og efla sjálfstraust þeirra. Að lokum verður farið yfir markvissar aðferðir í markmiðasetningu og leiðir til þess að auka líkur að árangur náist.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Paola Cardenas sálfræðingur og fjölskylduþerapisti, cand.psych. og M.A. í fjölskyldumeðferð. Aðgangur ókeypis! Skráning og upplýsingar á [email protected] (nafn, símanúmer, tungumál) fyrir 27. nóvember.