Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bjartsýni mikilvæg
Fimmtudagur 1. janúar 2009 kl. 14:38

Bjartsýni mikilvæg



Magnea Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Bláa lónsins:


Árið var um margt eftirminnilegt. Sviptingar í efnahagslífinu settu vissulega svip sinn á síðari hluta ársins. Ég ferðaðist töluvert á árinu og heimsókn til Florence sem er afar falleg borg er mér minnisstæð. Ljósanótt var skemmtileg og er hún gott dæmi um fjölbreytt mannlíf og öflugt menningarlíf hér í Reykjanesbæ.
 
Nýja árið leggst afar vel í mig - það er mikilvægt fyrir okkur að vera bjartsýn og horfa til þeirra fjölmörgu tækifæra sem svæðið okkar býr yfir t.d. í tengslum við hreina orku, ferðaþjónustu, menntun og frekari nýsköpun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024