Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Bjarni Thor syngur í Töfraflautunni
Fimmtudagur 7. maí 2009 kl. 08:52

Bjarni Thor syngur í Töfraflautunni


Suðurnesjamaðurinn Bjarni Thor mun ásamt söngkonunni Diddú syngja í Töfraflautunni eftir Mozart en það er Óperudeild söngskóla Sigurðar Dementz sem setur verkið upp í Lindarkirkju næstkomandi föstudagskvöld.

Næturdrottningin er sungin af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Sarastro af Bjarna Thor Kristinssyni en önnur einsöngshlutverk eru flutt af nemendum skólans. Óperan skartar mörgum hlutverkum og gefur því  mörgum nemendum tækifæri á að sýna hvað í þeim býr. Stjórnandi er Keith Reed.

Óperan verður flutt í Lindakirkju í Kópavogi næstkomandi föstudagskvöld kl. 20. Miðasala verður við innganginn.

Töfraflautan er með allravinsælustu óperum tónlistarsögunnar. Mozart samdi hana árið 1791, skömmu áður en hann lést.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024