Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bjarni Thor með tónleika 6. maí
Fimmtudagur 27. apríl 2006 kl. 13:19

Bjarni Thor með tónleika 6. maí

Þann 6. maí næstkomandi mun Tónlistarfélag Keflavíkur standa fyrir glæsilegum tónleikum í Listasafni Reykjanesbæjar, Duushúsum, þar sem Bjarni Thor Kristinsson bassi úr Garðinum mun ásamt Jónasi Ingimundarssyni boða til stórveislu.

Með í för verður eiginkona hans, Eteri, sem er rússnesk söngkona. Þau hafa fengið mikið lof og einróma gagnrýni fyrir flutning sinn. Yfirskrit tónleikanna er „Aríur og dúettar um ástir og örlög“.


Í næsta blaði mun birtast viðtal við Bjarna þar sem hann leyfir lesendum Víkurfrétta að kynnast lífinu sem óperusöngvara í Berlín.

Mynd: Bjarni Thor í hópi góðra vina úr söngnum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024