Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bjarni Thor á niðurleið!
Fimmtudagur 25. júní 2009 kl. 08:33

Bjarni Thor á niðurleið!

Bjarni Thor, bassasöngvari frá Garði, hefur verið á mikilli uppleið í óperuheiminum undanfarin ár, en hann tekur nú sannkallaða U-beygju, og tekur stefnuna niður á við.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þar er þó eingöngu átt við tónstigann því að Bjarni og undirleikari hans, Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanóleikari, halda merka tónelika í Salnum í í Kópavogi kvöld þar sem þau feta sig niður tónstigann góða í leit að djúpum bassanótum og merkingu þeirra, eins og segir á heimasíðu Salarins.


Þau munu þar flytja aríur, ljóð og sönglög sem stefna niður á við og rista djúpt.


Miðaverð er 2500 kr. og 1500 kr. fyrir námsmenn og öryrkja.


Miðasala Salarins er opin virka daga kl. 10 - 16 og klst. fyrir tónleika.

Mynd/Bjarni Thor í einu af hlutverkum sínum