Þriðjudagur 5. október 2004 kl. 12:59
Bjarni Jónsson sýnir í Saltfisksetrinu
Bjarni Jónsson opnaði málverkasýningu í Listsýningarsal Saltfiskseturs Íslands á sunnudag.
Bjarni er helst þekktur fyrir þjóðlífsmyndir sínar sem prýða fjölmargar bækur og teikningar eins og í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir.
Sýningin stendur til 1. nóvember og er opin alla daga frá 11-18.