Bítlahár Tómasar þrettán ára fór í endurnýtingu
Tómas Breki Bjarnason er þrettán ára nemandi við Grunnskóla Grindavíkur og hafði í þrjú ár safnað „bítlahári“. Tómas Breki ákvað svo að nú væri kominn tími á klippingu en vildi ekki henda síðum lokkunum í ruslið.
Tómas var kominn með veglegan makka en svo á 13 ára afmælinu sínu fór Tómas Breki í klippingu
„Ég skoðaði á netinu hvort hægt væri að endurnýta það. Ég fann engan á Íslandi sem tekur við hári en ég fann vefsíðu í Bandaríkjunum sem gefur hárkollur til barna sem eru veik.“
Tómas Breki fékk mjög jákvæð viðbrögð við framtakinu sínu. „Já mikil, fólk er hissa að sjá mig með stutt hár og mörgum finnst þetta falleg gjöf,“ sagði ungi Grindvíkingurinn sem er stuðningsmaður Manchester United, elskar sushi og finnst skemmtilegast að vera í fótbolta, körfubolta og pílu.