Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bítlabærinn Keflavík í boði Íslandsbanka
Föstudagur 2. september 2005 kl. 12:38

Bítlabærinn Keflavík í boði Íslandsbanka

Góð mæting var á hátíðarsýningu á heimildarmyndinni Bítlabærinn Keflavík eftir Þorgeir Guðmundsson í Nýja Bíói í gær, en Íslandsbanki bauð á sýninguna.

Í myndinni er farið yfir tónlistar og menningarsögu Keflavíkur þaðan sem hæfileikaríkustu tónlistarmenn landsins streymdu um langt árabil.

Rætt er við meðlimi Hljóma, textahöfundinn Þorstein Eggertsson, Magnús og Jóhann, og fjölmarga aðra brautryðjendur íslenskrar popptónlistar.

Stór hluti gesta sleit barnsskónum á sama tíma og stjörnur myndarinnar og var ekki laust við að blik sæist í augum og oft var skellt rækilega uppúr.

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024