Birta Guðjónsdóttir opnar í Suðsuðvestri
Laugardaginn 16. apríl kl.16:00. opnar Birta Guðjónsdóttir einkasýningu sína sem ber titilinn; „Tíminn er efnið sem við erum gerð úr”, í sýningarýminu Suðsuðvestur.
Verkin á sýningunni eru unnin útfrá vangaveltum um upplifun okkar á tímanum; um tilraunir okkar til að stoppa og fanga núið; um endurtekningu augnablika og tímann eins og við upplifum okkur sjálf í honum.
Birta fæst við ýmsa miðla, s.s. ljósmyndun, vídeó og skúlptúra. Hún hefur sýnt verk sín á Íslandi, í Hollandi, Skotlandi og Belgíu. Jafnframt hefur hún tekið þátt í mörgum sýningarverkefnum í samstarfi við listamenn úr öllum listgreinum, gert verk fyrir listtímarit og rekur sýningarýmið Gallerí Dvergur í Reykjavík. (http://this.is/birta/#null)
Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22, Reykjanesbæ. Þar er opið fimmtudaga og föstudaga frá 16:00 til 18:00 og laugardaga og sunnudaga frá 14:00 til 17:00.
Sýningunni lýkur 8. maí.
Af vef Reykjanesbæjar