Birna sigraði í söngkeppni Fjörheima
Birna Ásgeirsdóttir sigraði í söngkeppni Fjörheima 2004 sem fór fram fyrir skemmstu. Sigurlagið var „Hand in my pocket“ sem Alanis Morrisette gerði vinsælt hér um árið og afgreiddi Birna það af miklu öryggi. Í öðru sæti varð Helena Rós Þórólfsdóttir og í því þriðja varð Þóra Björg Jóhannsdóttir.
Á annað hundrað manns mættu á söngkeppnina sem fór fram í Stapanum. Mikið stuð og mikil spenna var í loftinu þegar dómnefndin kom uppá svið og tilkynnti úrslitin. Allir keppendur stóðu sig mjög vel og því var erfitt verkefni hjá dómnefndinni að velja sigurvegara.
Stelpurnar í öðru og þriðja sæti fengu í verðlaun 70 mínútur spólu númer 3 en Birna, sigurvegari keppninnar, fær í verðlaun ferð til Vestmannaeyja þar sem hún mun keppa fyrir hönd Fjörheima í undankeppni Samfés, hún fékk einnig ferð á Idol-Stjörnuleit snyrtitösku með alls kyns flottum snyrtivörum.
Mynd/fjorheimar.is
Á annað hundrað manns mættu á söngkeppnina sem fór fram í Stapanum. Mikið stuð og mikil spenna var í loftinu þegar dómnefndin kom uppá svið og tilkynnti úrslitin. Allir keppendur stóðu sig mjög vel og því var erfitt verkefni hjá dómnefndinni að velja sigurvegara.
Stelpurnar í öðru og þriðja sæti fengu í verðlaun 70 mínútur spólu númer 3 en Birna, sigurvegari keppninnar, fær í verðlaun ferð til Vestmannaeyja þar sem hún mun keppa fyrir hönd Fjörheima í undankeppni Samfés, hún fékk einnig ferð á Idol-Stjörnuleit snyrtitösku með alls kyns flottum snyrtivörum.
Mynd/fjorheimar.is