Birkir Alfons sigraðist á krabbameini
Þakkar veittan stuðning
Keflvíkingurinn Birkir Alfons Rúnarsson greindist með bráðahvítblæði þann 28. janúar árið 2011. Nú þann 1. ágúst, 30 mánuðum síðar, hefur hann lokið krabbameinsmeðferð og sigrast á sjúkdómnum skæða. Með hjartnæmu myndbandi sem Birkir og fjölskylda deildu á Youtube þakkar Birkir fyrir þann stuðning sem honum hefur verið sýndur í baráttu sinni. Hér að neðan má sjá myndbandið ásamt fréttum frá ýmsum aðilum sem sýnt hafa Birki stuðning.
Tengdar fréttir: Samdi lag fyrir vin sinn sem þjáist af hvítblæði
Söfnuðu 340 þúsund fyrir Birki
Söfnuðu yfir milljón á styrktarviðburðum
Keflavík með styrktarleik fyrir Birki Alfons