Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Birgitta Haukdal snýr aftur
Fimmtudagur 3. júní 2010 kl. 09:35

Birgitta Haukdal snýr aftur

Eins og margir hafa eflaust tekið eftir þá hefur ekkert heyrst frá söngkonunni Birgittu Haukdal í langan tíma. Thelmu Lydíu Rúnarsdóttur og Guðbjörgu Jóhannesdóttur lék forvitni á að vita hvað hún er að gera í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver man ekki eftir þeim tíma þegar allar ungar stelpur á Íslandi dýrkuðu Birgittu Haukdal? Undanfarið hefur lítið sést eða heyrst til hennar og ástæðan er einföld: Hún er í barneignarfríi. ,,Ég dró mig aðeins í hlé þar sem ég varð ólétt og hef nú eignast lítinn engil sem á hug minn allan.” Sonur hennar, Víkingur Brynjar, er nú átta mánaða og á hún hann með eiginmanni sínum Benedikt Einarssyni lögfræðingi. Þau komu sér vel fyrir í Garðabænum fyrir rúmu ári síðan og eru alsæl. ,,Að eignast barn er það yndislegasta sem ég hef upplifað og vonandi verð ég svo heppin að eignast fleiri.’’



Plata væntanleg

Birgitta er á fullu að vinna að plötu með vini sínum sem kemur vonandi út um jólin, þannig að það má búast við að heyra frá henni næsta haust.
Birgitta segist ekki sakna þess mikið að vera á sjónarsviðinu. ,,Undanfarnir mánuðir og ár hafa verið svo ótrúleg upplifun og yndislegur tími að ég get ekki sagt að ég sakni þess mikið en ég hlakka auðvitað til að byrja aftur að syngja sem verður vonandi mjög fljótlega.”



Margt sem stendur uppúr

Birgitta segir að það sé mjög margt eftirminnilegt sem stendur uppúr á tónlistarferli sínum og erfitt að velja eitt atriði. Hún segir að Írafár og Eurovision tíminn hafi verið alveg yndislegur, auk þess tíma sem hún gaf út sólóplöturnar sínar.



Thelma Lydía Rúnarsdóttir
Guðbjörg Jóhannesdóttir