Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Birgitta er grunnskólanemi vikunnar
Sunnudagur 5. nóvember 2017 kl. 06:00

Birgitta er grunnskólanemi vikunnar

Nafn: Birgitta Rós Ásgrímsdóttir

Hver eru áhugamálin þín? Aðal áhugamálið mitt er að syngja og svo finnst mér mjög gaman að vera með vinum mínum ️

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hvaða skóla ertu? Ég er í Heiðarskóla

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er í 10. bekk og er 15 ára

Hvað finnst þér best við það að vera í Heiðarskóla? Mér finnst nánast allir kennararnir æðislegir og námið er fjölbreytt. Nemendur fá líka að koma með sínar hugmyndir um það hvernig gera skal skólann betri, sem er æði.

Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar þú útskrifast úr skólanum? Ég stefni á að fara beint í framhaldsskóla og þá líklega í bænum

Ertu að æfa eitthvað? Ég fer í Metabolic þegar ég er ekki að vinna

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að hitta vini mína og gera eitthvað nýtt og spennandi

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Mér finnst leiðinlegast þegar ég hef ekkert að gera

Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinlegasta? Skemmtilegasta fagið er líklega stærðfræði því ég þarf ekki að hafa mikið fyrir því og leiðinlegasta fagið, eins erfitt og það er að segja það, þá er það íslenska...Daníella verður ekki sátt

Án hvaða hlutar geturðu ekki verið? Ef við erum að tala um hlut gæti ég
örugglega ekki verið án símans míns en annars er það fjölskyldan og vinirnir

Uppáhalds matur: Sushi og kjúklingasalat
Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir
Uppáhalds app: Snapchat og Instagram
Uppáhalds hlutur: Síminn minn
Uppáhalds þáttur: The Walking Dead