Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bíótónleikar Kvennakórs Suðurnesja
Þriðjudagur 14. september 2021 kl. 11:30

Bíótónleikar Kvennakórs Suðurnesja

Bíótónleikar Kvennakórs Suðurnesja verða haldnir í bíósal Duus safnahúsa 15. og 19. september. Þar mun kórinn flytja tónlist úr þekktum kvikmyndum sem allir þekkja og dá.

Fjölbreytnin er mikil, allt frá klassískum söngvamyndum eins og Singing in the rain, Mary Poppins og Footloose til nýrri mynda eins og Lord of the rings og A star is born. Að sjálfsögðu verða einnig flutt lög úr íslenskum kvikmyndum. Sköpuð verður bíóstemming sem allir ættu að hafa gaman af og geta notið á öllum aldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvennakórskonur hlakka til að geta nú flutt þetta skemmtilega prógramm eftir langan aðdraganda og vonast til að sjá sem flesta meðan húsrúm leyfir.

Stjórnandi kórsins er Dagný Þ. Jónsdóttir, meðleikarar Geirþrúður Fanney Bogadóttir píanó, Þorvaldur Halldórsson trommur, Sigurður B. Ólafsson gítar og Karl Snorri Einarsson bassi.

Vegna sóttvarnarreglna þarf að panta miða fyrirfram með því að senda skilaboð til Kvennakórs Suðurnesja á facebook, einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].