Bíóferð hjá NES
Íþróttafélagið NES stefnir að því að fara saman í bíó í Keflavík á morgun Fimmtudagskvöldið 29.september kl:20:00 á myndina Johnny English Reborn með hinum óborganlega Rowan Atkinson í aðalhlutverki. Þetta er skemmtileg gamanmynd sem er leyfð fyrir alla aldurshópa.
Allir þeir sem koma á vegum NES þetta kvöld fá sérstakt bíótilboð sem felur í sér bíómiða, popp og kók á einungis 1400 kr. á mann. Þeir sem vilja ekki popp og kók geta fengið bíómiðann á 850 kr. ef þeir kjósa svo. Vonumst til að flestir sjái sér fært að mæta. Gaman saman í bíó með NES.