Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bíó opnar í flugstöðinni
Þriðjudagur 30. september 2014 kl. 09:16

Bíó opnar í flugstöðinni

– Sýna 8 – 20 mínútna stuttmyndir frá RIFF, Reykjavík International Film Festival

Kvikmyndaunnendur sem eiga leið um Keflavíkurflugvöll fram að 6. október nk. geta farið að hlakka til. Settur hefur verið upp bíósalur í brottfarasalnum þar sem sýndar eru 8 – 20 mínútna stuttmyndir frá RIFF, Reykjavík International Film Festival en hátíðin er haldin í Reykjavík frá 25. september til 6. október.

Verkefnið á Keflavíkurflugvelli er liður í því að flugvöllurinn endurspegli það helsta sem er að gerast á Íslandi hverju sinni og kynna þannig Ísland fyrir erlendum gestum sem fara í gegn.

Með góðri bíómynd er ómissandi að hafa gott popp sem flugvöllurinn býður að sjálfsögðu upp á.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024