Bingó vegna kaupa á kælivöggum
„Við erum að safna fyrir tveimur kælivöggum sem okkur langar til þess að gefa Kvennadeildum LSH og FSA. Kælivagga gefur foreldrum andvana fæddra barna kleift að hafa þau hjá sér í allt að 48 tíma eftir fæðingu,“ segir Þóra Kristín Hjaltadóttir hjá Gleym-mér-ei styrktarfélagi.
Bingó verður haldið næstkomandi fimmtudag, 6. nóvember, í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík á milli kl. 20 og 23. Einnig er hægt að styrkja söfnunina með því að leggja inn á reikning 111-26-501013, kt. 501013-1290. Allir eru velkomnir.
Gleym-mér-ei er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.