Billiardmót SamSuð
Billiardmót SamSuð 2003 fer fram í Fjörheimum í Reykjanesbæ föstudaginn 5. desember n.k. og hefst kl. 16:00. Á mótinu verður keppt bæði í kvenna- og karlaflokki og verða þátttakendur frá öllum fimm félagsmiðstöðvunum á Suðurnesjum. Í fyrra sigraði Þruman í Grindavík í kvennaflokki og Fjörheimar í Reykjanesbæ í karlaflokki.