Bílaþvottur Aðalsins á morgun
Aðall Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður með bílaþvott á morgun, laugardag, í húsi Gámaþjónustunnar að Fitjabakka 6 í Reykjanesbæ. Aðallinn er að fara til Tælands í útskriftarferð þann 28. desember og hefur að undanförnu staðið í ströngu við að afla sér fjár til fararinnar.
Þeir Þorsteinn Atli Georgsson og Árni Þór Ármannsson eru í Aðlinum. „Þetta er góður hópur og samstarfið hefur verið skemmtilegt," sagði Árni en m.a. hefur Aðallinn staðið fyrir sölu á klósettpappír, haldið kökubasar og gert margt fleira til fjáröflunar í tengslum við ferðina. Strákarnir vonast til þess að sem flestir láti sjá sig í bílaþvottinum á laugardag