Bílasýning, listaverk og kjötsúpa
Bílasýning GE bíla verður haldin Bolafæti 1í Reykjanesbæ á laugardag, milli kl: 14:00 - 18:00, en þar verða til sýnis nýir bílar frá BL umboðinu. Bílaáhugamenn fá ekki einungis eitthvað fyrir sinn snúð, en matgæðingar geta einnig gætt sér á góðsætri kjötsúpu sem verður í boði fyrir gesti og gangandi.
Listunnendur ættu líka að finna eitthvað við sitt hæfi en málverkasýning er haldin á staðnum. Málverk eftir Tobbu & Guðmund Marías verða til sýnis bæði föstudag og laugardag.
Nokkrir heppnir gestir munu vinna alþrif á bílnum frá Ellabón.