Bílabíó í kvöld
Kvikmyndahátíðin í Reykjavík kemur til Suðurnesja í kvöld þegar boðið verður upp á bílabíó í stóra flugskýlinu á Keflavíkurflugvelli sem tekur um 1500 bíla. Þar verður sýnd hin sígilda American Graffiti, eftir George Lucas, og hefst sýning kl. 20.30.
Sparisjóðurinn í Keflavík, Keilir og MasterCard styrkja verkefnið og af því tilefni ætlar Sparisjóðurinn að bjóða námsmönnum sínum miða í bílabíóið. Viðskiptavinir geta þá komið í afgreiðslur Sparisjóðsins og nálgast miða fram til kl. 16 í dag.
Sýningin verður á tveimur sýningartjöldum, svo fólk geti séð myndina úr tveimur áttum. Hljóðrásin verður síðan send út með útvarpssendi. Fólk er því hvatt að mæta í bílum sem státa af fyrirtaks viðtæki.