Laugardagur 9. febrúar 2002 kl. 19:47
Bikarmeisturum fagnað við Biðskýlið í kvöld
Bikarmeisturum Njarðvíkur verður fagnað við komuna til Njarðvíkur nú á níunda tímanum í kvöld. Móttökuathöfn verður á bílastæði við Biðskýlið í Njarðvík.Mikil stemmning er nú á götum bæjarins og heyrst hefur í bílflautum sem hafa verið þeyttar í tilefni af sigrinum.