Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bifreiðastöður bannaðar!
Sunnudagur 19. febrúar 2006 kl. 17:35

Bifreiðastöður bannaðar!

Vegfarandi hafði samband við Víkurfréttir í dag til að vekja athygli á að erfitt væri að fara um gangstéttir á Skólavegi við kirkju kaþólska safnaðarins í Keflavík þar sem kirkjugestir leggðu sumir þannig að erfitt væri að komast leiðar sinnar.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þrír bílar voru það langt inn á gangstéttum að ekki var hægt að komast framhjá með barnavagn, hjólastól eða á reiðhjóli. Þurfti þess í stað að ganga úti á götu.

Vildi téður vegfarandi benda þeim sem þar um ræðir á að steinsnar frá kirkjunni, ofan Fjölbrautaskóla Suðurnesja, er stórt og mikið bílastæði þaðan sem hæglega má ganga til kirkju, sérstaklega þegar veðrið er eins gott og í dag.

(Ath. fyrir misskilning var ritað að hér væri um hvítasunnukirkjuna að ræða. Það var rangt og er beðist velvirðingar á því. Ritstjórn VF)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024