Bifhjólafólk: Reykjanesdagurinn 2007
Þá er komið að hinum árlega Reykjanesdegi okkar laugardaginn 21.júlí. Farið verður frá H88 kl.12.00 þannig að gott er að mæta um 11.30 til að hitta félaganna.
Dagskráin er eitthvað á þessa leið:
Kl 12.00 farið frá H88 upp í Grindavík þar sem Saltfiskssetrið verður skoðað. Síðan liggur leiðin út á Reykjanes þar sem við fáum að skoða nýju Reykjanesvirkjunina. Að því loknu verður farinn léttur Garðskagahringur sem endar með veitingum hjá Icebike í Keflavík.
Samlokur verða í boði Sparisjóðsins í Keflavík og drykkir frá Icebike.
Vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og sjáumst hress. Allt hjólafólk er velkomið að slást í för með okkur.
Með kveðju,
Stjórn Arna
www.ernir.com
Dagskráin er eitthvað á þessa leið:
Kl 12.00 farið frá H88 upp í Grindavík þar sem Saltfiskssetrið verður skoðað. Síðan liggur leiðin út á Reykjanes þar sem við fáum að skoða nýju Reykjanesvirkjunina. Að því loknu verður farinn léttur Garðskagahringur sem endar með veitingum hjá Icebike í Keflavík.
Samlokur verða í boði Sparisjóðsins í Keflavík og drykkir frá Icebike.
Vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og sjáumst hress. Allt hjólafólk er velkomið að slást í för með okkur.
Með kveðju,
Stjórn Arna
www.ernir.com