Biðlar og brjóstahöld hjá LA-Gó í Grindavík
Leikfélagið LA-GÓ frumsýnir gamanleikritið Biðlar og brjóstahöld 14. apríl nk. í Kvennó. Um er að ræða verk sem byggt er á miklum misskilningi og flækjum sem upp koma í samskiptum fólks. Leikstjóri er hinn launfrægi Skúli Gautason sem er þekktastur fyrir að hafa stofnað Sniglabandið á sínum tíma og fyrir að hafa mælt hina víðfrægu setningu „Dúfnahólar tíu“ í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík. Verkið er bráðfyndið og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Suðurnesjamenn ættu ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Miðaverð er 1000 kr. og miðapantanir eru hjá Hermanni í síma 868-7356 eða Boga í síma 895-6269.