Beyoncé í jólabaði í Bláa lóninu - myndir
Söngkonan Beyoncé Knowles naut þess að baða sig í Bláa Lóninu í heimsókn hennar og eiginmannsins, rapparans Jay-Z. Hún birti á aðfangadag fjölda mynda frá heimsókn þeirra til Íslands í desember. Winter wonderland segir söngkonan m.a. um Ísland.
Í ferðinni var 45 ára afmæli eiginmannsins m.a. fagnað en þau fóru víða um landið, m.a. á þyrlu yfir Holuhraun.
Söngkonan kom til Íslands árið 2008 og gisti m.a. á Hótel Keflavík og sótt heim veitingastaðinn Paddy's. Hér má sjá grein um þá heimsókn á Víkurfréttavefnum.
Beyoncé hefur verið dugleg með myndavélina en hér má sjá margar flottar myndir úr náttúru Íslands. Á myndunum má að þau hjónakornin hafa skemmt sér vel í Íslandsferðinni.