Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Mannlíf

Mánudagur 30. september 2002 kl. 10:08

Betra útsýni úr fjölbraut!

Nemendur sem dreymir dagdrauma og standa sig af því að stara út um gluggana á kennslustofum Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa tekið eftir breytingum í dag. Það er búið að þvo seltu og óhreinindi af gluggunum og útsýnið er orðið betra!Útskriftarhópur Fjölbrautarskóla Suðurnesja, hinn svokallaði Aðall, er nú í fjáröflun fyrir útskriftarferðina um áramótin og hluti af fjáröfluninni var að þrífa glugga og gler í skólanum. Fríður flokkur mætti á laugardag með kústa og fötur, blandaði passlegt sápuvatn og réðst gegn óhreinindunum. Skólinn er bjartari fyrir vikið, útsýnið betra og umfram allt, krónur komnar í ferðasjóðinn.
Á næstu dögum verður boðið upp á bílþvott og fyrirtæki geta haft samband við útskriftarnema ef þau vantar aðstoð við létt verk sem gefa mikið fé í ferðasjóðinn.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25