Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Bestu vinkonur berjast – myndasyrpa úr boxinu!
Fimmtudagur 6. mars 2003 kl. 09:37

Bestu vinkonur berjast – myndasyrpa úr boxinu!

Í hnefaleikabardaganum sem fram fór í Keflavík á laugardaginn börðust vinkonurnar Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir úr Vogunum og Andrea Dögg Færseth úr Keflavík en þær eru 16 ára gamlar. Bardagi þeirra var mjög kraftmikill og þegar þær tókust á í hringnum datt fæstum í hug að þarna væru vinkonur að berjast.Tinna og Andrea hafa þekkst í rúmt ár en þær segja að það sé eins og þær hafi þekkst í mörg ár: „Við erum rosalega góðar vinkonur og þó við höfum verið að berjast þá fórum við eftir bardagann, keyptum okkar bragðaref, borðuðum saman og allt var í besta lagi,“ segja vinkonurnar.
Þær hafa aldrei barist opinberlega en þeim fannst dálítið erfitt að stíga í hringinn. Andrea og Tinna segja að foreldrar þeirra finnist það allt í lagi að þær séu að æfa box: „Foreldrar okkar treysta Gauja [innsk. blm. Guðjóni Vilhelm þjálfara] fyrir okkar þjálfun, enda er hann að gera alveg frábæra hluti og við erum rosalega ánægðar með þjálfunina hjá honum,“ segja þær og bæta við að boxið gangi ekki út á barsmíðar, heldur sé um frábæra þjálfun að ræða: „Það er ekkert slæmt sem kemur út úr boxinu,“ segja þær að lokum.

Myndasyrpa úr boxinu - smellið hér!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024