Bestu símamyndirnar í TVF
Tímarit Víkurfrétta er í vinnslu og eins og áður verður efni blaðsins fjölbreytt. Ritstjórn Tímarits Víkurfrétta óskar eftir því að Suðurnesjamenn sendi símamyndir úr farsímum sínum til blaðsins. Valdar verða bestu myndirnar og verða þær birtar í Tímariti Víkurfrétta. Suðurnesjamenn eru hvattir til að senda símamyndir á netfangið [email protected] en með myndunum þarf að fylgja smá myndatexti svo lesendur átti sig á hverri mynd fyrir sig. Athygli er vakin á því að myndirnar þurfa að vera teknar í bestu gæðum sem í boði eru í hverjum síma fyrir sig. Myndirnar þurfa allar að vera tengdar Suðurnesjum. Skilafrestur er til miðvikudagsins 30. júní nk.