Bestu sætin!
Rallykeppnin sem hófst í gær hélt áfram við sjávarsíðuna í Keflavík í dag. Fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sina niður á Hafnargötu til að fylgjast með ökuþórunum og voru börnin ekki síður áhugasöm um kappaksturinn.
Þessir ungu menn voru ansi sniðugir og komu sér fyrir uppi í minnismerkinu og sáu þar vel yfir allt sem fram fór.
Fleiri myndir og nánari umfjöllun af mótinu síðar í dag.
VF-mynd/Þorgils Jónsson