Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Besta jólagjöfin var þegar dóttir mín fæddist
Fimmtudagur 23. desember 2010 kl. 13:48

Besta jólagjöfin var þegar dóttir mín fæddist

Markús Auðunn Viðarsson er uppalinn í Sandgerði. Hann býr uppá Ásbrú ásamt kærustu sinni Brynju Dögg Jónsdóttur en hún starfar hjá HSS sem hjúkrunarfræðingur. Þau eiga eina litla stelpu og er annað á leiðinni.
Markús stundar nám við Menntastoðir á vegum MSS en er á leið í háskólann Keili í janúar og mun þar stunda nám við Verk- og raunvísindadeild. Hann hefur þó ekki lagt sig mikið fram við jólaundirbúninginn þar sem hann var á kafi í prófalestri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrstu jólaminningarnar?
Ég man ekki nákvæmlega hversu gamall ég var en ég man alltaf eftir því að ég fékk í jólagjöf Ghost busters bíl og var það besta jólagjöf sem ég hef fengið.

Jólahefðir hjá þér?
Mínar jólahefðir eru laufabrauð með smjöri og hangikjöti, svo fjölskylduhittingurinn á annan í jólum þar sem að systkini hennar mömmu og fjölskylda skiptast á að halda hittinginn.

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Ég get ekki sagt það. Það er kærastan mín, hún Brynja Dögg, sem sér algjörlega um það, sérstaklega þessi jól þar sem ég er á fullu að lesa fyrir próf.

Jólamyndin?
Það eru nokkrar myndir sem mér finnst ómissandi yfir jólin. Lord of the Rings myndirnar eru efst á lista yfir myndir sem maður verður að horfa á. En ef ég á að horfa á jólamynd, þá er það Christmas Vacation.

Jólatónlistin?
Flest öll jólatónlist er mér að skapi. En það er alltaf eitt jólalag sem kemur mér í jólaskap og er það Bikini jól með sólstrandargæjunum.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Undanfarin ár hef ég verslað þær aðallega í Kringlunni og svo náttúrulega í verslunum á Hafnargötunni.

Gefurðu mikið að jólagjöfum?
Já. Það eru fjöldamargar gjafir sem ég gef. Ég á orðið svo stóra fjölskyldu.

Ertu vanafastur um jólin?
Ég er ekki svakalega vanafastur um jólin. En það á kannski eftir að breytast með árunum þegar börnin mín fara að vaxa úr grasi.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Besta jólagjöfin mín var þegar dóttir mín fæddist í desember fyrir tveimur árum síðan.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Mig langar í göngu GPS tæki í jólagjöf.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Kalkúnn!!