Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Besta ákvörðunin að hafa farið á vetrarvertíð 16 ára gamall
Laugardagur 22. október 2016 kl. 10:35

Besta ákvörðunin að hafa farið á vetrarvertíð 16 ára gamall

- Guðmundur Sighvatsson, 1. sæti á lista Alþýðufylkingarinnar

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð? Mér var nú eiginlega bara nóg boðið af stjórntökum pólitíkusa í gegnum árin.


Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili? Ég vil að sjúkrahúsið verði eflt og Reykjanesbrautin kláruð. Ég vil að við fáum félagslega rekinn banka á Suðurnesin. Ég vil einnig losna við háværar vítisvélar NATO af himninum.

Public deli
Public deli

Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum í lok mánaðarins? Mjög miklar ef kjósendur lesa stefnuskrá flokksins og „Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar.“

Hvað færð þú þér oftast í morgunmat? Kaffi.

Hvar lætur þú klippa þig? Hjá Svandísi Georgsdóttur í Keflavík.

Uppáhalds útvarpsmaður? Ætli það sé ekki bara Illugi Jökuls eða dóttir hans Vera.

Hver væri titill ævisögu þinnar? Rembst við staurinn.

Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar? Nei.

Fallegasti staður á Suðurnesjum? Ég get ekki gert upp á milli svo margra staða.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið? Að hafa farið á vetrarvertíð 16 ára.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í? Ég segi ekki frá því.

Dagblað eða net á morgnana? Net.

Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú? Eins og nú þar til íbúarnir ákveða annað.