Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Best að vera á Suðurnesjum
Föstudagur 1. ágúst 2014 kl. 19:00

Best að vera á Suðurnesjum

Verslunarmannahelgi Suðurnesjamanna

Þorvaldur Helgi Auðunsson er slökkviliðsstjóri á Akureyri en hann er úr Reykjanesbæ. Hann segir best að vera á heimaslóðum um þessa miklu ferðahelgi.

Hvað á að gera um verslunarmannahelgina og hvert á að fara?
Ég er nýdottinn í frí og skríð þá að sjálfsögðu til Suðurnesjanna minna þar sem langbest er að vera að mínu mati. Flestar verslunarmannahelgar svona í seinni tíð höfum við hjónin verið í rólegheitunum heima við og hugsanlega verður það þannig einnig þetta árið. Möguleiki er þó að við sláum þessu upp í kæruleysi þegar líða fer á vikuna og við leggjum land undir fót eitthvert þangað sem sólin mun skína, með tjaldvagninn góða!

Hvað finnst þér einkenna góða verslunarmannahelgi og finnst þér eitthvað vera ómissandi um þessa helgi?
Góð verslunarmannahelgi í mínum huga er slysalaus helgi á landsvísu og óska ég þess að svo verði. Ofan á það má bæta rólegheitum með fjölskyldunni sem er skilyrði þessa helgi, hvar svo sem við erum. Framkvæmum það sem við ákveðum hverju sinni án alls stress, eldum góðan mat og umfram allt kubbmót  sem er leikur tekinn frá hinu mikla Svíaveldi.

Er einhver verslunarmannahelgi sem er eftirminnilegri en aðrar hjá þér?
Í seinni tíð hafa þessar helgar verið eins og ég hef lýst þeim hér að ofan, rólegar og góðar. Annars má nú nefna að á árum áður voru Eyjaferðirnar okkar Rúnars Helga mikil skemmtun. Líklega eru þær hátíðir Eyjamanna einar þær bestu á landinu, þar sem allt skipulag er til fyrirmyndar og skemmtanir frá morgni til kvölds (nætur).

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024