Berta með burtfaraprófstónleika
Grindvíkingurinn Betra Dröfn Ómarsdóttir sópran og Kristinn Örn Kristinsson píanó- og orgelleikari halda burtfaraprófstónleika laugardaginn 20. apríl kl. 16:00 í Langholtskirkju en Berta hefur stundað nám við Söngskólann í Reykjavík. Berta er dóttir séra Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur og Ómars Ásgeirssonar.
Á uppvaxtarárum sínum í Grindavík söng Berta mikið, bæði í kirkjunni og við hina ýmsu viðburði. Hún var sigurvegari Samsuð tvö ár í röð og tók þátt í söngleikjum á vegum FS.