Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 11. október 2002 kl. 09:03

Berrassaðir Skotar í Leifsstöð

Það var mikið fjör í Leifsstöð í allan gærdag, enda streymdu skoskir karlmenn til landsins í þeim erindagjörðum að fara á landsleik Íslands og Skotlands, sem haldinn verður á Laugardalsvelli á morgun. Sekkjapíputónlist glumdi um tíma í flugstöðinni og fjölmargir voru vel við skál.Af einum heyrðum við sem skellti sér í sínu Skotapilsi á eitt af töskufæriböndunum. Fór hann með bandinu inn á lokað svæði flugafgreiðslumanna og þegar hann kom þaðan út aftur á bandinu var hann með pilsið upp um sig og þá kom að sjálfsögðu í ljós hverju Skotar klæðast undir pilsinu. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta úr Leifsstöð er nærbuxnaþvottur eitthvað sem Skotar þurfa ekki að hafa áhyggjur af!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024