Berrassaðir sjómenn... eða allt að því
Algjört skrifstofufárviðri hefur verið á Suðurnesjum nú síðdegis eftir að hitinn úti fór að hækka og dansaði í kringum 20 gráðurnar. Sjómenn sem voru að koma á fiskiskipi til Njarðvíkurhafnar undir kvöld voru allt að því berrassaðir um borð. A.m.k. hafði allt fyrir ofan mitti fengið að fjúka.
Báturinn heitir Siggi Þorsteins ÍS 123, en ekki höfum við hugmynd um hvað sjóarinn heitir.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson